Man. City setti nýtt met í tekjum á síðasta rekstrarári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 09:31 Pep Guardiola með Meistaradeildarbikarinn sem Manchester City vann í fyrsta sinn síðasta vor. Getty/Visionhaus Rekstur Englandsmeistaraliðs Manchester City gengur frábærlega þessa dagana og það sést vel í uppgjörinu á síðasta fjárhagsári. City setti nefnilega nýtt met í tekjum í ensku úrvalsdeildinni á rekstrarárinu 2022-23. Tekjur City á árinu voru 712,8 milljónir punda eða 126,3 milljarðar íslenskra króna. Aldrei áður hefur lið í deildinni aflað meira á einu fjárhagsári. Þetta er meira en 648,4 milljóna punda tekjur Manchester United fyrir síðasta ár en United setti metið þegar félagið tilkynnti þær tölur á dögunum. Manchester City post Premier League record revenue of £712.8m https://t.co/yi3xUIuF7P— Guardian news (@guardiannews) November 15, 2023 Tekjur Manchester City hækkuðu um 99,8 milljónir punda, 17,7 milljarða króna, á milli ára. Þetta er þó ekki met í evrópska fótboltanum en Barcelona skilaði 861,43 milljónum punda í heildartekjum árið 2019. Það eru þó einhverjar kenningar um að sú tala standist ekki skoðun en hún stendur þó í uppgjöri félagsins. Hagnaður City á árinu var 80,4 milljónir punda sem er mikil bæting á besta ári félagsins frá því í fyrra þegar félagið hagnaðist um 41,7 milljónir punda. City fékk mun meiri sjónvarpstekjur en árið á undan og er það til komið vegna mikillar velgengi félagsins innan vallar. City vann þrennuna á síðasta tímabili og var fyrsta enska félagið til að ná því síðan Manchester United á 1998-98 tímabilinu. Launakostnaður City jókst reyndar um 70 milljónir punda og var 422,89 milljónir punda. Félagið græddi aftur á móti 121,7 milljónir punda á leikmannasölum. Kaup félagsins fyrir núverandi tímabil, á mönnum eins og Jeremy Doku, Mateo Kovacic, Josko Gvardiol og Matheus Nunes teljast til næsta rekstrarárs. Manchester City's historic success on the pitch has been matched on the balance sheet after the #PremierLeague club announced record revenue and profits in their annual report for the 2022/23 season. pic.twitter.com/Hw4DKXejnx— The National Sport (@NatSportUAE) November 15, 2023 Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
City setti nefnilega nýtt met í tekjum í ensku úrvalsdeildinni á rekstrarárinu 2022-23. Tekjur City á árinu voru 712,8 milljónir punda eða 126,3 milljarðar íslenskra króna. Aldrei áður hefur lið í deildinni aflað meira á einu fjárhagsári. Þetta er meira en 648,4 milljóna punda tekjur Manchester United fyrir síðasta ár en United setti metið þegar félagið tilkynnti þær tölur á dögunum. Manchester City post Premier League record revenue of £712.8m https://t.co/yi3xUIuF7P— Guardian news (@guardiannews) November 15, 2023 Tekjur Manchester City hækkuðu um 99,8 milljónir punda, 17,7 milljarða króna, á milli ára. Þetta er þó ekki met í evrópska fótboltanum en Barcelona skilaði 861,43 milljónum punda í heildartekjum árið 2019. Það eru þó einhverjar kenningar um að sú tala standist ekki skoðun en hún stendur þó í uppgjöri félagsins. Hagnaður City á árinu var 80,4 milljónir punda sem er mikil bæting á besta ári félagsins frá því í fyrra þegar félagið hagnaðist um 41,7 milljónir punda. City fékk mun meiri sjónvarpstekjur en árið á undan og er það til komið vegna mikillar velgengi félagsins innan vallar. City vann þrennuna á síðasta tímabili og var fyrsta enska félagið til að ná því síðan Manchester United á 1998-98 tímabilinu. Launakostnaður City jókst reyndar um 70 milljónir punda og var 422,89 milljónir punda. Félagið græddi aftur á móti 121,7 milljónir punda á leikmannasölum. Kaup félagsins fyrir núverandi tímabil, á mönnum eins og Jeremy Doku, Mateo Kovacic, Josko Gvardiol og Matheus Nunes teljast til næsta rekstrarárs. Manchester City's historic success on the pitch has been matched on the balance sheet after the #PremierLeague club announced record revenue and profits in their annual report for the 2022/23 season. pic.twitter.com/Hw4DKXejnx— The National Sport (@NatSportUAE) November 15, 2023
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira