Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Arnór Ingvi Traustason átti góðan leik á miðjunni fyrir íslenska liðið. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping. „Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
„Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý?
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira