Lét gömlu refina um karpið: „Maður skilur báðar hliðar í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:30 Arnór Sigurðsson var til viðtals í Vín í gær Vísir/Skjáskot Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, segir að á meðan enn er möguleiki á EM sæti í gegnum undankeppnina verði liðið að stefna að því. Hann telur íslenska landsliðið klárt í að berjast um sigur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Arnór hefur undanfarna mánuði verið að fá fyrsta smjörþefinn af ensku B-deildinni sem leikmaður Blackburn Rovers og líkar það vel. „Bara mjög gott og gaman. Þetta hefur verið upplifun, það að spila á Englandi er öðruvísi en maður er vanur, Maður finnur hversu stórt þetta er. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega, sérstaklega í byrjun. Alltaf gott að byrja vel sem nýr leikmaður. Ég er bara að fýla að í botn að vera þarna.“ Þá finnur hann mikinn mun tengdan leikjaálagi í deildinni en spilað er knappt og mikið í deildunum fyrir neðan ensku úrvalsdeildina. „Já algjörlega. Ég veit ekki hversu marga leiki við höfum verið að spila núna á ansi stuttum tíma. Áður en þessi skipti gengu í gegn ráðfærði ég mig við Aron Einar og Jóhann Berg sem höfðu spilað í þessari deild áður. Þetta er keyrsla en ótrúlega gaman. Maður er svolítið bara að spila leiki og ná endurheimt þess á milli. Það er skemmtilegt.“ Hvernig metur hann tímabilið til þessa? „Það hafa svolítið bara tvö lið stungið af á toppi deildarinnar og svo er restin á þá leið að allir geta einhvern veginn unnið alla. Það er stutt á milli í þessari deild og stutt fyrir okkur upp í sæti sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppninni. Við erum klárlega með lið sem á að vera berjast um það.“ Nú er einbeitingin hjá Arnóri á íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Sigur í þessum tveimur leikjum sem og hagstæð úrslit úr öðrum leikjum tryggja Íslandi EM sæti í gegnum undankeppnina. Ef það mistekst er að teiknast upp fjallabaksleið fyrir liðið í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu í mars á næsta ári. „Það er enn þá möguleiki fyrir okkur í þessari undankeppni. Við þurfum að horfa í það. Stefna að því að vinna þessa tvo leiki. Auðvitað eru þetta tveir erfiðir leikir en ég tel okkur alveg klára í að berjast um þrjú stig í báðum þessum leikjum. Á meðan að það er möguleiki þurfum við að gera allt til þess að ná því. Auðvitað vitum við einnig af þessu umspili í mars. Vitum hvað það myndi gefa okkur. Það þarf því líka að nota þessa leiki til að byggja ofan á það góða sem hefur verið í gangi og taka næsta skref sem hópur.“ Liðið byrjar á því að mæta Slóvakíu á morgun. Svo tekur við leikur gegn Portúgal á sunnudaginn kemur. Slóvakarnir geta tryggt sér sæti á EM með jafntefli eða sigri gegn Íslandi. „Það væri gaman að fara þangað og skemma partýið. Ég tel klárlega að við séum klárir í það. Ég fann það um leið og við komum saman í þetta verkefni að það er góð stemning í hópnum. Sér í lagi eftir síðasta verkefni þar sem að við skiluðum inn góðum frammistöðum.“ Klippa: Arnór Sig: Miði er möguleiki Fyrri leiknum heima á Íslandi lauk með svekkjandi 2-1 sigri Slóvakíu. Arnór býst við svipuðum leik en vonar auðvitað að úrslitin verði önnur. „Ég var meiddur í þeim leik en horfði á hann. Þetta verður 50/50 leikur og við þurfum bara að vera klárir frá byrjun. Þetta er náttúrulega leikur sem er spilaður á útivelli, þeir munu hafa mikinn stuðning á bakvið sig. Við þurfum að vera klárir í það.“ Það vakti mikla athygli fyrir síðasta landsleikjaglugga að Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers sendi vini sínum Åge Hareide skýr fyrirmæli um að spila Arnóri bara í öðrum leik liðsins. Arnór var á þessum tímapunkti að stíga upp úr meiðslum og svar Hareide til Jon Dahl var skýrt. Arnór væri eign landsliðsins á meðan á landsleikjahléinu stæði. Svo fór að Arnór spilaði aðeins fyrri leik Íslands í umræddum landsleikjaglugga. Þurftirðu eitthvað að stíga upp á milli þessara tveggja gömlu refa? „Nei nei,“ segir Arnór hlægjandi. „Ég læt þá bara um að ræða þetta. En kannski skiljanlega hafði Jon Dahl áhyggjur þar sem að á þessum tímapunkti var ég búinn að spila meira en var planað eftir að ég kom til baka úr meiðslunum. Svo eftir síðasta landsliðsglugga er ég búinn að spila einhverja sjö leiki. Auðvitað langaði mig að spila þennan seinni leik gegn Liechtenstein. Manni langar alltaf að spila landsleiki. En maður skilur báðar hliðar í þessu. Við töluðum saman, ég og Åge, um að hann myndi bara setja mig inn á ef þess þurfti. Svo var það ekki nauðsynlegt.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Arnór hefur undanfarna mánuði verið að fá fyrsta smjörþefinn af ensku B-deildinni sem leikmaður Blackburn Rovers og líkar það vel. „Bara mjög gott og gaman. Þetta hefur verið upplifun, það að spila á Englandi er öðruvísi en maður er vanur, Maður finnur hversu stórt þetta er. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega, sérstaklega í byrjun. Alltaf gott að byrja vel sem nýr leikmaður. Ég er bara að fýla að í botn að vera þarna.“ Þá finnur hann mikinn mun tengdan leikjaálagi í deildinni en spilað er knappt og mikið í deildunum fyrir neðan ensku úrvalsdeildina. „Já algjörlega. Ég veit ekki hversu marga leiki við höfum verið að spila núna á ansi stuttum tíma. Áður en þessi skipti gengu í gegn ráðfærði ég mig við Aron Einar og Jóhann Berg sem höfðu spilað í þessari deild áður. Þetta er keyrsla en ótrúlega gaman. Maður er svolítið bara að spila leiki og ná endurheimt þess á milli. Það er skemmtilegt.“ Hvernig metur hann tímabilið til þessa? „Það hafa svolítið bara tvö lið stungið af á toppi deildarinnar og svo er restin á þá leið að allir geta einhvern veginn unnið alla. Það er stutt á milli í þessari deild og stutt fyrir okkur upp í sæti sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppninni. Við erum klárlega með lið sem á að vera berjast um það.“ Nú er einbeitingin hjá Arnóri á íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Sigur í þessum tveimur leikjum sem og hagstæð úrslit úr öðrum leikjum tryggja Íslandi EM sæti í gegnum undankeppnina. Ef það mistekst er að teiknast upp fjallabaksleið fyrir liðið í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu í mars á næsta ári. „Það er enn þá möguleiki fyrir okkur í þessari undankeppni. Við þurfum að horfa í það. Stefna að því að vinna þessa tvo leiki. Auðvitað eru þetta tveir erfiðir leikir en ég tel okkur alveg klára í að berjast um þrjú stig í báðum þessum leikjum. Á meðan að það er möguleiki þurfum við að gera allt til þess að ná því. Auðvitað vitum við einnig af þessu umspili í mars. Vitum hvað það myndi gefa okkur. Það þarf því líka að nota þessa leiki til að byggja ofan á það góða sem hefur verið í gangi og taka næsta skref sem hópur.“ Liðið byrjar á því að mæta Slóvakíu á morgun. Svo tekur við leikur gegn Portúgal á sunnudaginn kemur. Slóvakarnir geta tryggt sér sæti á EM með jafntefli eða sigri gegn Íslandi. „Það væri gaman að fara þangað og skemma partýið. Ég tel klárlega að við séum klárir í það. Ég fann það um leið og við komum saman í þetta verkefni að það er góð stemning í hópnum. Sér í lagi eftir síðasta verkefni þar sem að við skiluðum inn góðum frammistöðum.“ Klippa: Arnór Sig: Miði er möguleiki Fyrri leiknum heima á Íslandi lauk með svekkjandi 2-1 sigri Slóvakíu. Arnór býst við svipuðum leik en vonar auðvitað að úrslitin verði önnur. „Ég var meiddur í þeim leik en horfði á hann. Þetta verður 50/50 leikur og við þurfum bara að vera klárir frá byrjun. Þetta er náttúrulega leikur sem er spilaður á útivelli, þeir munu hafa mikinn stuðning á bakvið sig. Við þurfum að vera klárir í það.“ Það vakti mikla athygli fyrir síðasta landsleikjaglugga að Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers sendi vini sínum Åge Hareide skýr fyrirmæli um að spila Arnóri bara í öðrum leik liðsins. Arnór var á þessum tímapunkti að stíga upp úr meiðslum og svar Hareide til Jon Dahl var skýrt. Arnór væri eign landsliðsins á meðan á landsleikjahléinu stæði. Svo fór að Arnór spilaði aðeins fyrri leik Íslands í umræddum landsleikjaglugga. Þurftirðu eitthvað að stíga upp á milli þessara tveggja gömlu refa? „Nei nei,“ segir Arnór hlægjandi. „Ég læt þá bara um að ræða þetta. En kannski skiljanlega hafði Jon Dahl áhyggjur þar sem að á þessum tímapunkti var ég búinn að spila meira en var planað eftir að ég kom til baka úr meiðslunum. Svo eftir síðasta landsliðsglugga er ég búinn að spila einhverja sjö leiki. Auðvitað langaði mig að spila þennan seinni leik gegn Liechtenstein. Manni langar alltaf að spila landsleiki. En maður skilur báðar hliðar í þessu. Við töluðum saman, ég og Åge, um að hann myndi bara setja mig inn á ef þess þurfti. Svo var það ekki nauðsynlegt.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti