Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 14:02 Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við Önnu Jónu og Bláa herbergið. vísir/vilhelm/bláa herbergið Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. „Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“ Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“
Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira