Ferðaþjónusta, frá stefnu í aðgerðir Haukur Harðarson skrifar 17. nóvember 2023 14:00 Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar