Tók Ísland skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við" Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson leiðir íslenska landsliðið inn á José Alvalade leikvanginn í Lissabon í kvöld í leik gegn heimamönnum frá Portúgal. Vísir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammistöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undankeppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leikmönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira