Völdu byrjunarliðið fyrir umspilið: Orri fremstur en ósammála um markmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Lárus Orri Sigurðsson vill að Rúnar Alex Rúnarsson verði í íslenska markinu í umspilsleikjunum í mars á næsta ári. vísir/hulda margrét Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fengu það verkefni að velja byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir EM-umspilið sem það fer væntanlega í mars á næsta ári. Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira