Völdu byrjunarliðið fyrir umspilið: Orri fremstur en ósammála um markmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Lárus Orri Sigurðsson vill að Rúnar Alex Rúnarsson verði í íslenska markinu í umspilsleikjunum í mars á næsta ári. vísir/hulda margrét Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fengu það verkefni að velja byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir EM-umspilið sem það fer væntanlega í mars á næsta ári. Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti