Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 06:25 Samkomulagið felur í sér aukna mannúðaraðstoð á Gasa, meðal annars eldsneyti til að koma sjúkrahúsum á svæðinu aftur í gang. AP/Mohammed Dahman Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna