Sjokk að fá þessar fréttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Elín Klara Þorkelsdóttir varð fyrir miklu áfalli þegar kom í ljós að liðband í ökkla var slitið. Vísir/Sigurjón Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru
Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita