Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 11:44 Íslenska landsliðið mun þurfa að tengja saman tvo sigra í mars á næsta ári til að tryggja sér sæti á EM 2024 í Þýskalandi Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti