Utan vallar: Ísland og hin heimilislausu liðin drógust saman í umspili EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu vissu alltaf að þeir myndu ekki spila umspilsleikina á Íslandi. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið er nú aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi næsta sumar. Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27
Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44
Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15
Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti