Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 15:32 Olga Guðrún vonar að ný ljóðlína faðmi betur alla áheyrendur. Aðsend Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla. Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla.
Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira