Þriggja vikna vinna í vaskinn Aron Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ Vísir/Arnar Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir Evrópuleiki Breiðabliks í vetur. Undirbúningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heimaleikinn, sem fara átti fram á Laugardalsvelli annað kvöld, er farinn í vaskinn með einhliða ákvörðun UEFA í gær og hyggst framkvæmdastjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi. Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“ KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“
KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira