Meirihluti íbúa Katalóníu vill ekki sjálfstæði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. desember 2023 18:01 Frá Barselóna, höfuðborg Katalóníu. Alexander Spatari/Getty Áhugi Katalóníubúa á að lýsa yfir sjálfstæði og stofna sjálfstætt ríki fer þverrandi með degi hverjum. Mikill meirihluti ungs fólks vill að Katalónía verði áfram hluti af Spáni. Jóhann Hlíðar Harðarson Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira