Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Lars og Heimir á góðri stundu saman. mynd/vilhelm Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“ Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“
Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann