Sancho mögulega víxlað til baka Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 14:00 Jadon Sancho hefur sáralítið fengið að spila með Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Peter Powell Jadon Sancho gæti losnað úr útlegð sinni hjá Manchester United í janúar og orðið leikmaður þýska knattspyrnufélagsins Dortmund á nýjan leik. Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira