LIV „stal“ Mastersmeistaranum af PGA: „Vona að þeir verði áfram vinir mínir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 09:00 Jon Rahm fékk að klæðast hinum eftirsótta græna jakka eftir sigur hans á Augusta í apríl síðastliðnum. Getty/Ross Kinnaird Jon Rahm staðfesti í gær að hann er búinn að gera samning við LIV mótaröðina og Sádarnir eru því enn að „stela“ frábærum kylfingum af bandarísku mótaröðinni. „Þetta var gott tilboð,“ sagði Jon Rahm í viðtalinu við FOX þar sem hann staðfesti samninginn. Það er óhætt að segja það ef farið er eftir heimildir bandarísku fjölmiðlanna. Masters champion Jon Rahm commits to joining LIV Golf League from 2024 season — Sky Sports News (@SkySportsNews) December 8, 2023 Samkvæmt þeim þá er Rahm að fá um 560 milljónir dollara fyrir þennan langtíma samning eða 78 milljarða íslenskra króna. Hinn 29 ára gamli Rahm vann Mastersmótið á þessi ári en vann líka opna bandaríska meistaramótið árið 2021. Hann er einn af stærstu stjörnum bandarísku mótaraðarinnar og þriðji á heimslistanum. Þetta er stór sigur fyrir LIV mótaröðina því Rahm er einn af þeim sem hefur gagnrýnt hana hvað mest. Hann gagnrýndi fyrirkomulagið, fjölda móta og að það væri enginn niðurskurður svo eitthvað sé nefnt. „Ég vil spila á móti þeim bestu í heimi og undir fyrirkomulagi sem hefur verið til staðar í meira en hundrað ár,“ sagði Rahm árið 2022. Hann talaði líka um það að hann vildi halda áfram hjá PGA þar sem goðsagnir eins og Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Tiger Woods höfðu spila á undan honum. „Ég vona að þeir verði áfram vinir mínir af því að ég mun ekkert breytast,“ sagði Rahm. Hann vildi ekki staðfesta hvað hann fengi fyrir samninginn. „Ég mun ekki tjá mig um það og vil það heldur ekki. Það er mitt einkamál og verður það áfram,“ sagði Rahm. "I have officially joined LIV"Number 3 ranked golfer in the world Jon Rahm gives a thoughtful and poised 8+ minute interview on the Special Report with Bret Baier to announce his decision to join LIV.Here is the full clip, enjoy. pic.twitter.com/DB79Jw3TSj— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) December 7, 2023 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Þetta var gott tilboð,“ sagði Jon Rahm í viðtalinu við FOX þar sem hann staðfesti samninginn. Það er óhætt að segja það ef farið er eftir heimildir bandarísku fjölmiðlanna. Masters champion Jon Rahm commits to joining LIV Golf League from 2024 season — Sky Sports News (@SkySportsNews) December 8, 2023 Samkvæmt þeim þá er Rahm að fá um 560 milljónir dollara fyrir þennan langtíma samning eða 78 milljarða íslenskra króna. Hinn 29 ára gamli Rahm vann Mastersmótið á þessi ári en vann líka opna bandaríska meistaramótið árið 2021. Hann er einn af stærstu stjörnum bandarísku mótaraðarinnar og þriðji á heimslistanum. Þetta er stór sigur fyrir LIV mótaröðina því Rahm er einn af þeim sem hefur gagnrýnt hana hvað mest. Hann gagnrýndi fyrirkomulagið, fjölda móta og að það væri enginn niðurskurður svo eitthvað sé nefnt. „Ég vil spila á móti þeim bestu í heimi og undir fyrirkomulagi sem hefur verið til staðar í meira en hundrað ár,“ sagði Rahm árið 2022. Hann talaði líka um það að hann vildi halda áfram hjá PGA þar sem goðsagnir eins og Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Tiger Woods höfðu spila á undan honum. „Ég vona að þeir verði áfram vinir mínir af því að ég mun ekkert breytast,“ sagði Rahm. Hann vildi ekki staðfesta hvað hann fengi fyrir samninginn. „Ég mun ekki tjá mig um það og vil það heldur ekki. Það er mitt einkamál og verður það áfram,“ sagði Rahm. "I have officially joined LIV"Number 3 ranked golfer in the world Jon Rahm gives a thoughtful and poised 8+ minute interview on the Special Report with Bret Baier to announce his decision to join LIV.Here is the full clip, enjoy. pic.twitter.com/DB79Jw3TSj— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) December 7, 2023
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira