NEI, NEI og aftur NEI Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun