Verulegt tap hjá KSÍ: „Afar ósanngjarnt ef þetta endar þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2023 07:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, bendir á að mikill kostnaður hafi fylgt því að halda Laugardalsvelli opnum til loka nóvember. Þörfin fyrir nýjan þjóðarleikvang er knýjandi. vísir/Einar Gert er ráð fyrir því að Knattspyrnusamband Íslands verði rekið með verulegu tapi á árinu 2023. Góður árangur félags- og landsliða veldur þessu, sérstaklega vegna vinnu við að halda Laugardalsvelli leikhæfum í nóvember, en þjálfaraskipti A-landsliðs karla kostuðu einnig sitt. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð stjórnar KSÍ á vef sambandsins. Þar er bent á að kostnaður hafi hlotist af því að bæði íslensku U19-landsliðin skyldu ná þeim framúrskarandi árangri að komast í lokakeppni EM í sumar, sem og af aukaleik U20-landsliðs kvenna um sæti á HM í Kólumbíu, sem fram fór á Spáni. Vanda Sigurgeirsdóttir, sem er á sínu lokaári sem formaður KSÍ, segir að rekstrarhallinn sé hins vegar að stóru leyti tilkominn vegna kostnaðar við að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, vegna þátttöku Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu. Tugmilljóna kostnaður við að hafa völlinn leikhæfan Leiga á sérstakri hitapulsu kostaði til að mynda 20 milljónir króna, og þá er ótalinn kostnaður til að mynda við hótel og uppihald vegna ensks starfsfólks sem fylgdi pulsunni, og laun starfsfólks KSÍ sem annaðist völlinn dag og nótt. Vonir eru bundnar við að ríkið taki á sig þennan kostnað vegna stöðu vallarmála hér á landi. „Það er auðvitað afar ósanngjarnt ef þetta endar þannig að KSÍ, eitt sérsambanda, þarf að bera kostnað af því að halda þessum þjóðarleikvangi opnum. Mér finnst fyrir neðan allar hellur ef þetta endar þannig. Ég vona að ríkið komi inn og taki á þessu máli,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Enn virðist engin ákvörðun liggja fyrir hjá stjórnvöldum. „Við vitum að þetta er í vinnslu og reynum að vera bjartsýn. Þeir sem við höfum rætt við hafa tekið jákvætt í beiðnina,“ segir Vanda og dregur ekki dul á að rekstur KSÍ sé búinn að vera afar erfiður. „Helmingurinn af þessu tapi er út af því að við erum að halda vellinum opnum. Það er ekkert annað sérsamband í þessari stöðu. Á sama tíma erum við eina sérsambandið sem ekkert fær úr Afrekssjóði,“ bendir Vanda á. Úr fundargerð stjórnar KSÍ frá 29. nóvember: Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 2023 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20 kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ. KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Stolt, þakklát og auðmjúk“ Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. 7. nóvember 2023 20:31 Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. 9. október 2023 19:30 Enn fær KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði: „Þetta var blaut tuska í andlitið“ „Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 31. janúar 2023 08:30 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð stjórnar KSÍ á vef sambandsins. Þar er bent á að kostnaður hafi hlotist af því að bæði íslensku U19-landsliðin skyldu ná þeim framúrskarandi árangri að komast í lokakeppni EM í sumar, sem og af aukaleik U20-landsliðs kvenna um sæti á HM í Kólumbíu, sem fram fór á Spáni. Vanda Sigurgeirsdóttir, sem er á sínu lokaári sem formaður KSÍ, segir að rekstrarhallinn sé hins vegar að stóru leyti tilkominn vegna kostnaðar við að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, vegna þátttöku Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu. Tugmilljóna kostnaður við að hafa völlinn leikhæfan Leiga á sérstakri hitapulsu kostaði til að mynda 20 milljónir króna, og þá er ótalinn kostnaður til að mynda við hótel og uppihald vegna ensks starfsfólks sem fylgdi pulsunni, og laun starfsfólks KSÍ sem annaðist völlinn dag og nótt. Vonir eru bundnar við að ríkið taki á sig þennan kostnað vegna stöðu vallarmála hér á landi. „Það er auðvitað afar ósanngjarnt ef þetta endar þannig að KSÍ, eitt sérsambanda, þarf að bera kostnað af því að halda þessum þjóðarleikvangi opnum. Mér finnst fyrir neðan allar hellur ef þetta endar þannig. Ég vona að ríkið komi inn og taki á þessu máli,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Enn virðist engin ákvörðun liggja fyrir hjá stjórnvöldum. „Við vitum að þetta er í vinnslu og reynum að vera bjartsýn. Þeir sem við höfum rætt við hafa tekið jákvætt í beiðnina,“ segir Vanda og dregur ekki dul á að rekstur KSÍ sé búinn að vera afar erfiður. „Helmingurinn af þessu tapi er út af því að við erum að halda vellinum opnum. Það er ekkert annað sérsamband í þessari stöðu. Á sama tíma erum við eina sérsambandið sem ekkert fær úr Afrekssjóði,“ bendir Vanda á. Úr fundargerð stjórnar KSÍ frá 29. nóvember: Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 2023 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20 kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ.
Úr fundargerð stjórnar KSÍ frá 29. nóvember: Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 2023 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20 kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ.
KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Stolt, þakklát og auðmjúk“ Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. 7. nóvember 2023 20:31 Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. 9. október 2023 19:30 Enn fær KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði: „Þetta var blaut tuska í andlitið“ „Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 31. janúar 2023 08:30 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Stolt, þakklát og auðmjúk“ Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. 7. nóvember 2023 20:31
Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. 9. október 2023 19:30
Enn fær KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði: „Þetta var blaut tuska í andlitið“ „Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 31. janúar 2023 08:30