Verulegt tap hjá KSÍ: „Afar ósanngjarnt ef þetta endar þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2023 07:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, bendir á að mikill kostnaður hafi fylgt því að halda Laugardalsvelli opnum til loka nóvember. Þörfin fyrir nýjan þjóðarleikvang er knýjandi. vísir/Einar Gert er ráð fyrir því að Knattspyrnusamband Íslands verði rekið með verulegu tapi á árinu 2023. Góður árangur félags- og landsliða veldur þessu, sérstaklega vegna vinnu við að halda Laugardalsvelli leikhæfum í nóvember, en þjálfaraskipti A-landsliðs karla kostuðu einnig sitt. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð stjórnar KSÍ á vef sambandsins. Þar er bent á að kostnaður hafi hlotist af því að bæði íslensku U19-landsliðin skyldu ná þeim framúrskarandi árangri að komast í lokakeppni EM í sumar, sem og af aukaleik U20-landsliðs kvenna um sæti á HM í Kólumbíu, sem fram fór á Spáni. Vanda Sigurgeirsdóttir, sem er á sínu lokaári sem formaður KSÍ, segir að rekstrarhallinn sé hins vegar að stóru leyti tilkominn vegna kostnaðar við að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, vegna þátttöku Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu. Tugmilljóna kostnaður við að hafa völlinn leikhæfan Leiga á sérstakri hitapulsu kostaði til að mynda 20 milljónir króna, og þá er ótalinn kostnaður til að mynda við hótel og uppihald vegna ensks starfsfólks sem fylgdi pulsunni, og laun starfsfólks KSÍ sem annaðist völlinn dag og nótt. Vonir eru bundnar við að ríkið taki á sig þennan kostnað vegna stöðu vallarmála hér á landi. „Það er auðvitað afar ósanngjarnt ef þetta endar þannig að KSÍ, eitt sérsambanda, þarf að bera kostnað af því að halda þessum þjóðarleikvangi opnum. Mér finnst fyrir neðan allar hellur ef þetta endar þannig. Ég vona að ríkið komi inn og taki á þessu máli,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Enn virðist engin ákvörðun liggja fyrir hjá stjórnvöldum. „Við vitum að þetta er í vinnslu og reynum að vera bjartsýn. Þeir sem við höfum rætt við hafa tekið jákvætt í beiðnina,“ segir Vanda og dregur ekki dul á að rekstur KSÍ sé búinn að vera afar erfiður. „Helmingurinn af þessu tapi er út af því að við erum að halda vellinum opnum. Það er ekkert annað sérsamband í þessari stöðu. Á sama tíma erum við eina sérsambandið sem ekkert fær úr Afrekssjóði,“ bendir Vanda á. Úr fundargerð stjórnar KSÍ frá 29. nóvember: Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 2023 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20 kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ. KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Stolt, þakklát og auðmjúk“ Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. 7. nóvember 2023 20:31 Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. 9. október 2023 19:30 Enn fær KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði: „Þetta var blaut tuska í andlitið“ „Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 31. janúar 2023 08:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð stjórnar KSÍ á vef sambandsins. Þar er bent á að kostnaður hafi hlotist af því að bæði íslensku U19-landsliðin skyldu ná þeim framúrskarandi árangri að komast í lokakeppni EM í sumar, sem og af aukaleik U20-landsliðs kvenna um sæti á HM í Kólumbíu, sem fram fór á Spáni. Vanda Sigurgeirsdóttir, sem er á sínu lokaári sem formaður KSÍ, segir að rekstrarhallinn sé hins vegar að stóru leyti tilkominn vegna kostnaðar við að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, vegna þátttöku Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu. Tugmilljóna kostnaður við að hafa völlinn leikhæfan Leiga á sérstakri hitapulsu kostaði til að mynda 20 milljónir króna, og þá er ótalinn kostnaður til að mynda við hótel og uppihald vegna ensks starfsfólks sem fylgdi pulsunni, og laun starfsfólks KSÍ sem annaðist völlinn dag og nótt. Vonir eru bundnar við að ríkið taki á sig þennan kostnað vegna stöðu vallarmála hér á landi. „Það er auðvitað afar ósanngjarnt ef þetta endar þannig að KSÍ, eitt sérsambanda, þarf að bera kostnað af því að halda þessum þjóðarleikvangi opnum. Mér finnst fyrir neðan allar hellur ef þetta endar þannig. Ég vona að ríkið komi inn og taki á þessu máli,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Enn virðist engin ákvörðun liggja fyrir hjá stjórnvöldum. „Við vitum að þetta er í vinnslu og reynum að vera bjartsýn. Þeir sem við höfum rætt við hafa tekið jákvætt í beiðnina,“ segir Vanda og dregur ekki dul á að rekstur KSÍ sé búinn að vera afar erfiður. „Helmingurinn af þessu tapi er út af því að við erum að halda vellinum opnum. Það er ekkert annað sérsamband í þessari stöðu. Á sama tíma erum við eina sérsambandið sem ekkert fær úr Afrekssjóði,“ bendir Vanda á. Úr fundargerð stjórnar KSÍ frá 29. nóvember: Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 2023 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20 kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ.
Úr fundargerð stjórnar KSÍ frá 29. nóvember: Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 2023 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20 kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ.
KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Stolt, þakklát og auðmjúk“ Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. 7. nóvember 2023 20:31 Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. 9. október 2023 19:30 Enn fær KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði: „Þetta var blaut tuska í andlitið“ „Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 31. janúar 2023 08:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
„Stolt, þakklát og auðmjúk“ Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. 7. nóvember 2023 20:31
Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. 9. október 2023 19:30
Enn fær KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði: „Þetta var blaut tuska í andlitið“ „Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 31. janúar 2023 08:30