Inter á toppinn á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Hakan Çalhanoğlu var öflugur í kvöld. @Inter Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund. Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Juventus hafði tyllt sér á topp deildarinnar í dag en Inter sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Udinese heimsótti San Siro-völlinn í Mílanó. Á sjö mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá leiknum. Það fyrsta skoraði Hakan Çalhanoğlu úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hann lagði svo upp annað markið sem Federico Dimarco skoraði fimm mínútum síðar. Aðeins tveimur mínútum síðar gulltryggði Marcus Thuram sigurinn eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. Ecco a voi @FDimarco #ForzaInter #InterUdinese pic.twitter.com/JUsDVC42dt— Inter (@Inter) December 9, 2023 Undir lok leiks bætti Lautaro Martínez við fjórða marki Inter og þar við sat, lokatölur 4-0 heimaliðinu í vil. Inter því komið aftur á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, tveimur meira en Juventus. AC Milan er í 3. sæti með 29 stig þrátt fyrir 3-2 tap gegn Atalanta fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Luis Muriel þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hin tvö mörk Atalanta skoraði Ademola Lookman á meðan Oliver Giroud og Luka Jović skoruðu mörk AC Milan. Þá gerðu Verona og Lazio 1-1 jafntefli. Mattia Zaccagni með mark Lazio og Thomas Henry mark Verona. EL TACONAZO DE @Luisfmuriel09 #AtalantaMilan #SerieA #GoAtalantaGo pic.twitter.com/xx6KporfNL— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) December 9, 2023 Í Þýskalandi vann RB Leipzig 3-2 útisigur á Borussia Dortmund. Mats Hummels, miðvörður Dortmund, fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðungs leik og heimamenn manni færri í 75 mínútur. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Ramy Bensebaini sjálfsmark eftir hálftímaleik og gestirnir komnir 1-0 yfir. Miðvörðurinn Niklas Süle jafnaði metin fyrir Dortmund áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hléinu. Christoph Baumgartner kom Leipzig yfir á nýjan leik og Yussuf Poulsen gulltryggði sigurinn í uppbótartíma. Skipti engu máli þó Niclas Füllkrug hafi minnkað muninn í 3-2 fyrir Dortmund áður en flautað var til leiksloka. Schön. Und verdient. #HeyRBLeipzig pic.twitter.com/BS4jDe8zMf— RB Leipzig (@RBLeipzig) December 9, 2023 Leipzig er í 4. sæti með 29 stig að loknum 14 leikjum. Dortmund er sæti neðar með 25 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira