Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 07:01 Faruk Koca, forseti Ankaragucu, slær hér niður Halil Umut Meler dómara. Getty/Emin Sansa Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. Faruk Koca, forseti Ankaragucu liðsins, sló þá niður dómara leiks liðsins á móti Rizespor í tyrkensku úrvalsdeildinni. Koca ruddist inn á leikvöllinn eftir að lokaflautið gall og sló niður dómarann Halil Umut Meler sem steinlá í grasinu. Dómarinn fékk stórt glóðarauga á eftir. There's no room for this in sport A referee was punched to the floor by a club president after a Turkish top flight match.Fifa and Uefa elite official Halil Umut Meler was punched by MKE Ankaragucu president Faruk Koca after his team conceded a 97th-minute equaliser. pic.twitter.com/W2QhsKQLdZ— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2023 Rizespor hafði skorað jöfnunarmark leiksins á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Stuðningsmenn Ankaragucu brutu sér líka leið inn á leikvanginn eftir leikinn og það var líka sparkað í Meler þegar hann lá í grasinu. Meler komst á endanum til búningsklefa með aðstoð lögreglunnar. Það stóð ekki á viðbrögðum frá tyrkneska sambandinu því það gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem tilkynnt var að öllum leikjum í öllum deildum væri frestað um óákveðinn tíma. „Félaginu, stjórnarformanninum, forráðamönnum félagsins og öllum þeim sem urðu sekir um það að ráðast á dómarann verður refsað með ströngustu viðurlögum,“ segir í tilkynningu sambandsins. Koca forseti hefur verið settur í farbann af innanríkisráðherranum Ali Yerlikaya og þetta verður ekki aðeins mál í fótboltaheiminum heldur endar það örugglega fyrir dómstólum líka. Meler er 37 ára gamall og hefur verið FIFA-dómari síðan árið 2017. Hann dæmdi meðal annars leik Lazio og Celtic í Meistaradeildinni 28. nóvember síðastliðinn. Turkish FA have suspended all football leagues indefinitely after Ankaragucu president punched referee after his team conceded a late minute equaliser against Rizespor. The ref also received a few kicks to the head whilst on the ground.#RadullKE pic.twitter.com/1Q0LOo9A8j— Carol Radull (@CarolRadull) December 12, 2023 Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Faruk Koca, forseti Ankaragucu liðsins, sló þá niður dómara leiks liðsins á móti Rizespor í tyrkensku úrvalsdeildinni. Koca ruddist inn á leikvöllinn eftir að lokaflautið gall og sló niður dómarann Halil Umut Meler sem steinlá í grasinu. Dómarinn fékk stórt glóðarauga á eftir. There's no room for this in sport A referee was punched to the floor by a club president after a Turkish top flight match.Fifa and Uefa elite official Halil Umut Meler was punched by MKE Ankaragucu president Faruk Koca after his team conceded a 97th-minute equaliser. pic.twitter.com/W2QhsKQLdZ— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2023 Rizespor hafði skorað jöfnunarmark leiksins á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Stuðningsmenn Ankaragucu brutu sér líka leið inn á leikvanginn eftir leikinn og það var líka sparkað í Meler þegar hann lá í grasinu. Meler komst á endanum til búningsklefa með aðstoð lögreglunnar. Það stóð ekki á viðbrögðum frá tyrkneska sambandinu því það gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem tilkynnt var að öllum leikjum í öllum deildum væri frestað um óákveðinn tíma. „Félaginu, stjórnarformanninum, forráðamönnum félagsins og öllum þeim sem urðu sekir um það að ráðast á dómarann verður refsað með ströngustu viðurlögum,“ segir í tilkynningu sambandsins. Koca forseti hefur verið settur í farbann af innanríkisráðherranum Ali Yerlikaya og þetta verður ekki aðeins mál í fótboltaheiminum heldur endar það örugglega fyrir dómstólum líka. Meler er 37 ára gamall og hefur verið FIFA-dómari síðan árið 2017. Hann dæmdi meðal annars leik Lazio og Celtic í Meistaradeildinni 28. nóvember síðastliðinn. Turkish FA have suspended all football leagues indefinitely after Ankaragucu president punched referee after his team conceded a late minute equaliser against Rizespor. The ref also received a few kicks to the head whilst on the ground.#RadullKE pic.twitter.com/1Q0LOo9A8j— Carol Radull (@CarolRadull) December 12, 2023
Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira