Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 10:17 Halil Umut Meler liggur hér í grasinu eftir höggið frá Faruk Koca, forseta MKE Ankaragucu félagins, sem stendur yfir honum. Getty/Emin Sansar Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega. Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega.
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01