Segist ekki búinn að ráða Jóa Kalla Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 14:59 Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tæp tvö ár. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, er eftirsóttur og kemur til greina sem þjálfari tveggja liða í Svíþjóð. Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar. Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar.
Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira