Ten Hag: Við áttum tvö bestu færin Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 21:01 Erik Ten Hag lét vel í sér heyra í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag var stoltur af frammistöðu síns liðs í jafnteflinu gegn Liverpool í dag. hann sagði að hans menn hefðu getað ógnað liði Liverpool enn frekar. Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“ Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“
Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira