Ríflega 2.200 milljarða hagnaður lífeyrissjóða síðustu fimm árin Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 11:00 Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun