Er forysta HSÍ gengin af göflunum? Björn B. Björnsson skrifar 21. desember 2023 11:30 Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Fjármálafyrirtæki HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Björn B. Björnsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar