Höjlund nálgast þúsund mínútur án marks Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:45 Rasmus Höjlund bíður enn eftir fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni. Getty Pressan eykst sífellt á Dananum unga Rasmus Höjlund sem enn á eftir að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Manchester United. Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira
Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar.
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira