Skrásetning í Palestínu Ingólfur Gíslason skrifar 22. desember 2023 15:01 Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ingólfur Gíslason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun