Sakaði þjálfarann um að stela treyju og fær ekki að fara á Afríkumótið Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 08:00 Morlaye Sylla hefur spilað á þriðja tug landsleikja fyrir Gíneu en fær ekki að fara á Afríkumótið. Getty/Mustafa Ciftci Morlaye Sylla, miðjumaður Gíneu, er ekki á leiðinni á Afríkumótið í fótbolta eftir að hafa sakað þjálfara landsliðsins um að stela frá sér treyju sem hann fékk frá brasilísku stjörnunni Vinícius Junior. Afríkumótið hefst eftir hálfan mánuð og þar mætir Gínea liði Kamerún í fyrsta leik, og svo einnig Gambíu og ríkjandi meisturum Senegals. Það gerir Gínea hins vegar án Sylla, sem er leikmaður Arouca í Portúgal, en hann mun hafa lent í rifrildi við liðsfélaga sína í landsliðinu og þjálfara sinn í kjölfarið á 4-1 tapi í vináttulandsleik gegn Brasilíu í júní. Eftir leikinn við Brasilíu skipti hinn 25 ára gamli Sylla á treyju við ofurstjörnuna Vinícius Junior, sem leikur með Real Madrid. En treyjan sem Sylla eignaðist var fljót að hverfa því hún gufaði upp í búningsklefanum. Guinea's Morlaye Sylla didn't make the AFCON squad after he angrily accused his teammates and the technical staff of stealing a Vinicius Jr shirt he received. The shirt disappeared from the locker room after the friendly against Brazil in June. @addojunr pic.twitter.com/6OEQWce0u9— Madrid Universal (@MadridUniversal) December 27, 2023 Sylla mun hafa verið í öngum sínum og sakað liðsfélaga sína um þjófnað, áður en hann beindi spjótum sínum að sjálfum þjálfaranum Kaba Diawara. Sylla krafðist þess meira að segja að leitað yrði í töskum manna til að komast að því hvar treyjan væri niður komin. Miðjumaðurinn, sem á að baki 23 A-landsleiki, hefur ekki beðist afsökunar á hegðun sinni og það virðist hafa kostað hann sæti í landsliðshópnum fyrir Afríkumótið. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Afríkumótið hefst eftir hálfan mánuð og þar mætir Gínea liði Kamerún í fyrsta leik, og svo einnig Gambíu og ríkjandi meisturum Senegals. Það gerir Gínea hins vegar án Sylla, sem er leikmaður Arouca í Portúgal, en hann mun hafa lent í rifrildi við liðsfélaga sína í landsliðinu og þjálfara sinn í kjölfarið á 4-1 tapi í vináttulandsleik gegn Brasilíu í júní. Eftir leikinn við Brasilíu skipti hinn 25 ára gamli Sylla á treyju við ofurstjörnuna Vinícius Junior, sem leikur með Real Madrid. En treyjan sem Sylla eignaðist var fljót að hverfa því hún gufaði upp í búningsklefanum. Guinea's Morlaye Sylla didn't make the AFCON squad after he angrily accused his teammates and the technical staff of stealing a Vinicius Jr shirt he received. The shirt disappeared from the locker room after the friendly against Brazil in June. @addojunr pic.twitter.com/6OEQWce0u9— Madrid Universal (@MadridUniversal) December 27, 2023 Sylla mun hafa verið í öngum sínum og sakað liðsfélaga sína um þjófnað, áður en hann beindi spjótum sínum að sjálfum þjálfaranum Kaba Diawara. Sylla krafðist þess meira að segja að leitað yrði í töskum manna til að komast að því hvar treyjan væri niður komin. Miðjumaðurinn, sem á að baki 23 A-landsleiki, hefur ekki beðist afsökunar á hegðun sinni og það virðist hafa kostað hann sæti í landsliðshópnum fyrir Afríkumótið.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira