Hetja Stólanna frá því í vor er að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:31 Keyshawn Woods náði ekki að fagna með Tindastólsmönnum því hann fór strax heim til Bandaríkjanna eftir oddaleikinn. Vísir/Hulda Margrét Keyshawn Woods mun alla tíð tilheyra sögu Tindastólsliðsins eftir að hafa tryggt félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í oddaleiknum á Hlíðarenda í vor. Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Woods skoraði 32 stig á móti Val í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn og setti niður þrjú vítaskot þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir. Þessi vítaskot tryggðu Tindastól sigurinn í leiknum. Tindastóll var búið að bíða eftir þessum titli í meira en þrjá áratugi og það þurfti hetjudáðir 27 ára Bandaríkjamanns til að landa loksins þeim stóra. Woods yfirgaf Tindastól í sumar og samdi við tyrkneska félagið OGM Ormanspor sem féll í tyrknesku b-deildina síðasta vor. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik, gaf 3,9 stoðsendingar og hitti úr 39 prósent þriggja stiga skota sinna. Woods var í jólaviðtali hjá Feyki og þar kom fram að kappinn sem að leita sér að nýju félagi. „Ég var að spila í Tyrklandi. Eins og er er ég að leita mér að nýju liði,“ sagði Keyshawn Woods sem talar vel um tímann á Sauðárkróki. Hann var líka spurður út í tímann á Króknum. „Það var klárt mál frá upphafi tímabilsins hversu mikilvægt það var fyrir Tindastól að vinna sinn fyrsta titil. Sérstaklega þar sem liðið var svo nálægt því árið áður. Þetta var besta stundin á atvinnumannsferli mínum hingað til,“ sagði Woods. „Ég elska strákana. Þeir voru frábærir liðsfélagar innan vallar sem utan. Úrslitakeppnin var frábær upplifun. Stuðningsmenn Tindastóls eru einhverjir bestu stuðningsmenn sem ég hef spilað fyrir sem atvinnumaður. Tímabilið var í heildina frábær upplifun,“ sagði Woods. Hann missti af sigurhátíð Stólanna í vor. „Ég hefði sannarlega viljað taka þátt í henni og fagna titlinum með liðsfélögum mínum og öllum stuðningsmönnunum. En ég hafði lofað dóttur minni að koma heim strax eftir leik og ég vildi standa við það loforð,“ sagði Woods. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn