Arsenal setti ótrúlegt en neikvætt met Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 07:31 Leikmenn Arsenal fengu ítrekað að komast nálægt marki West Ham en náðu aldrei að koma boltanum í markið. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Arsenal-menn misstu af tækifæri til að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld þegar þeir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn West Ham. Þeir sóttu þó vægast sagt mikið í leiknum. Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn