Framtíð Gylfa ráðist í vor Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með Lyngby í haust eftir afar langa fjarveru frá fótbolta. Getty/Lars Ronbog Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Lyngby ætla ekki að taka neina ákvörðun varðandi framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu fyrr en í vor. Það mun sömuleiðis vera hans vilji. Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44