Íslendingur hreppti Emmy-verðlaun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 17:07 Sigurjón segir voða gaman að „litli gaurinn“ fái viðurkenningu. Vísir/Samsett Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV. Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira