Stjórn KKÍ úrskurðar að Danielle verði íslenskur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 09:16 Danielle Rodriguez er mikill leiðtogi fyrir hið unga og efnilega lið Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, er komin með íslenskan ríkisborgararétt en það var aftur á móti óvissa um það hvort hún væri áfram skráður erlendur leikmaður hjá KKÍ þar sem hún hóf tímabilið sem slíkur. Stjórn KKÍ hefur nú fundað um málið og úrskurðað um það að grein fimmtán í reglugerð um Körfuknattleiksmót eigi ekki við í þessu tilfelli. Í grein fimmtán stendur: Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ. Stjórnin hélt reglubundinn stjórnarfund í gær og þar var mál Danielle tekið fyrir. Samkvæmt heimildum Vísis var það mat stjórnar að grein fimmtán í reglugerð um körfuknattleiksmót eigi ekki við í máli Danielle þar sem hún hefur nú öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Grindvíkingar geta því bætt við lið sitt nýjum bandarískum leikmanni hafi félagið áhuga á slíku. Danielle hefur verið frábær með Grindavíkurliðinu í vetur en þær grindvísku hafa komið skemmtilega á óvart með góðri frammistöðu. Hún var með 18,4 stig, 9,4 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu ellefu leikjunum. Fyrsti leikur hennar sem Íslendingur verður á móti Haukum í Smáranum í kvöld. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Stjórn KKÍ hefur nú fundað um málið og úrskurðað um það að grein fimmtán í reglugerð um Körfuknattleiksmót eigi ekki við í þessu tilfelli. Í grein fimmtán stendur: Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ. Stjórnin hélt reglubundinn stjórnarfund í gær og þar var mál Danielle tekið fyrir. Samkvæmt heimildum Vísis var það mat stjórnar að grein fimmtán í reglugerð um körfuknattleiksmót eigi ekki við í máli Danielle þar sem hún hefur nú öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Grindvíkingar geta því bætt við lið sitt nýjum bandarískum leikmanni hafi félagið áhuga á slíku. Danielle hefur verið frábær með Grindavíkurliðinu í vetur en þær grindvísku hafa komið skemmtilega á óvart með góðri frammistöðu. Hún var með 18,4 stig, 9,4 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu ellefu leikjunum. Fyrsti leikur hennar sem Íslendingur verður á móti Haukum í Smáranum í kvöld.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira