Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 9. janúar 2024 10:30 Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun