Ásakanir Suður-Afríku gegn Ísrael teknar fyrir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 07:33 Efnt var til stuðningsfundar fyrir Palestínu fyrir utan Hæstarétt Suður-Afríku í morgun. AP/Nardus Engelbrecht Alþjóðadómstóllinn mun í dag taka fyrir umleitan Suður-Afríku um að dómstólinn grípi til aðgerða vegna meints þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum á Gasa. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira