„Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 09:31 Fran Kirby vekur athygli á umræðunni um líkamlegt atgervi knattspyrnukvenna. Hún sjálf hefur gengið í gegnum ýmislegt. Getty/Chloe Knott - Danehouse Enska fótboltakonan Fran Kirby hefur lengi verið í hópi bestu leikmanna enska kvennafótboltans en hún hefur einnig þurft að þola áreiti og aðfinnslur við líkamlegt atgervi hennar sem hún segir frá í nýju viðtali. Kirby hefur leikið með Chelsea frá árinu 2015 og unnið með liðinu fjölda titla, meðal annars sex meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá hefur hún skorað 19 mörk í 69 leikjum fyrir enska landsliðið. Breska ríkisútvarpið fékk Kirby í viðtal til að ræða meðal annars líkamsímynd og þær athugasemdir á útlit sitt sem hún sjálf hefur mátt þola á sínum langa og farsæla ferli. „Ég hef fengið athugasemdir þar sem fólk segir: Fran spilaði virkilega vel, þvílíkur leikur hjá henni en hún leit út fyrir að vera svo stór í dag. Ég hugsaði: Af hverju er þessi athugasemd nauðsynleg? Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út,“ sagði Fran Kirby við BBC. "To me, a body shape doesn't determine whether you're fit to play your sport."A strong message from Fran Kirby here, well worth taking time to listen to. #BBCFootball pic.twitter.com/QAnhNhTxMW— BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2024 Kirby er nú þrítug og vakti athygli á þessari umræðu í nóvember síðastliðnum og þá sérstaklega hvað varðar skömmina tengdri mataræði í kvennafótboltanum og pressuna á leikmenn varðandi þyngd og hvernig knattspyrnukonur líta út í sjónvarpinu. Meiri athygli þýðir meiri pressa Kirby lítur svo á að þessi pressa sé aðeins að aukast nú þegar meiri athygli er kvennafótboltanum og þær eru oftar á sjónvarpsskjánum. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Kirby hjá Chelsea, hrósaði henni fyrir að tala um þetta enda fer það ekkert framhjá henni hversu miklar kröfur eru settar á knattspyrnukonur varðandi útlit og annað slíkt á tímum samfélagsmiðla. „Ég hef heyrt hluti um mig sjálfa og hugsað: Er þetta virkilega það sem fólk hugsar um mig? Eða: Lít ég virkilega svona út? Þetta hefur enn áhrif á mig en mér gengur betur að vinna úr því í dag,“ sagði Kirby. Fran Kirby fagnar hér marki með Chelsea á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Getty/Morgan Harlow Sjá íþróttafólk eins og vélmenni „Það er líka mikilvægt að taka það fram að auðvitað erum við atvinnumenn og við verðum að vera í góðu formi til að stunda okkar íþrótt. Líkamsbyggingin þín ræður hins vegar ekki því hvernig formi þú ert í. Fullt af fólki sér bara íþróttafólk eins og vélmenni,“ sagði Kirby. „Ég fengið fullt af svona athugasemdum og liðsfélagar mínir einnig. Þetta er vandamál en ég held að þetta sé ekki bara vandamál hjá konunum. Ég held að þetta sé stærra en það,“ sagði Kirby. Kirby hefur bæði glímt við meiðsli en eins hjartaveikindi. „Þegar þú kemur til baka úr meiðslum þá ertu ekki í besta formi lífsins. Þetta var erfitt fyrir mig þegar ég kom til baka eftir hjartavandmálið mitt. Ég hafði verið lengi frá og hafði bætt á mig kílóum af því að ég mátti ekki hreyfa mig,“ sagði Kirby. „Það er ekki eins og við æfum í eina viku og þá ertu allt í einu kominn í þrusuform. Þá var erfitt að lesa þessar athugasemdir,“ sagði Kirby. Sleppur aldrei við að lesa þetta „Ég hef verið það lengi í boltanum að ég hef fengið minn skammt af svívirðingum og ég hef séð ýmislegt á samfélagsmiðlum. Þú venst því aldrei og sleppur heldur aldrei alveg við það að lesa þetta,“ sagði Kirby. „Ungir leikmenn sem eru að koma upp og fá aðfinnslur og athugasemdir sem þessar, þær gætu kannski hætt að borða á sama tíma og þær eru að keppa á hæsta stigi. Þú sérð þá frammistöðuna versna og þetta getur haft mikil áhrif á þær,“ sagði Kirby. „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að um leið og þú ert í formi til að stunda þína íþrótt á hæsta stigi og ert að standa þig vel þá ætti líkaminn þinn aldrei að vera í umræðunni,“ sagði Kirby. Hún segir líka að það sé ekkert eitt rétt svar við því hvernig eigi að taka á þessu því allir eru ólíkir en það sem er mikilvægast að allir fái og finni stuðning. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Kirby hefur leikið með Chelsea frá árinu 2015 og unnið með liðinu fjölda titla, meðal annars sex meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá hefur hún skorað 19 mörk í 69 leikjum fyrir enska landsliðið. Breska ríkisútvarpið fékk Kirby í viðtal til að ræða meðal annars líkamsímynd og þær athugasemdir á útlit sitt sem hún sjálf hefur mátt þola á sínum langa og farsæla ferli. „Ég hef fengið athugasemdir þar sem fólk segir: Fran spilaði virkilega vel, þvílíkur leikur hjá henni en hún leit út fyrir að vera svo stór í dag. Ég hugsaði: Af hverju er þessi athugasemd nauðsynleg? Það ætti ekki að skipta máli hvernig líkaminn minn lítur út,“ sagði Fran Kirby við BBC. "To me, a body shape doesn't determine whether you're fit to play your sport."A strong message from Fran Kirby here, well worth taking time to listen to. #BBCFootball pic.twitter.com/QAnhNhTxMW— BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2024 Kirby er nú þrítug og vakti athygli á þessari umræðu í nóvember síðastliðnum og þá sérstaklega hvað varðar skömmina tengdri mataræði í kvennafótboltanum og pressuna á leikmenn varðandi þyngd og hvernig knattspyrnukonur líta út í sjónvarpinu. Meiri athygli þýðir meiri pressa Kirby lítur svo á að þessi pressa sé aðeins að aukast nú þegar meiri athygli er kvennafótboltanum og þær eru oftar á sjónvarpsskjánum. Emma Hayes, knattspyrnustjóri Kirby hjá Chelsea, hrósaði henni fyrir að tala um þetta enda fer það ekkert framhjá henni hversu miklar kröfur eru settar á knattspyrnukonur varðandi útlit og annað slíkt á tímum samfélagsmiðla. „Ég hef heyrt hluti um mig sjálfa og hugsað: Er þetta virkilega það sem fólk hugsar um mig? Eða: Lít ég virkilega svona út? Þetta hefur enn áhrif á mig en mér gengur betur að vinna úr því í dag,“ sagði Kirby. Fran Kirby fagnar hér marki með Chelsea á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.Getty/Morgan Harlow Sjá íþróttafólk eins og vélmenni „Það er líka mikilvægt að taka það fram að auðvitað erum við atvinnumenn og við verðum að vera í góðu formi til að stunda okkar íþrótt. Líkamsbyggingin þín ræður hins vegar ekki því hvernig formi þú ert í. Fullt af fólki sér bara íþróttafólk eins og vélmenni,“ sagði Kirby. „Ég fengið fullt af svona athugasemdum og liðsfélagar mínir einnig. Þetta er vandamál en ég held að þetta sé ekki bara vandamál hjá konunum. Ég held að þetta sé stærra en það,“ sagði Kirby. Kirby hefur bæði glímt við meiðsli en eins hjartaveikindi. „Þegar þú kemur til baka úr meiðslum þá ertu ekki í besta formi lífsins. Þetta var erfitt fyrir mig þegar ég kom til baka eftir hjartavandmálið mitt. Ég hafði verið lengi frá og hafði bætt á mig kílóum af því að ég mátti ekki hreyfa mig,“ sagði Kirby. „Það er ekki eins og við æfum í eina viku og þá ertu allt í einu kominn í þrusuform. Þá var erfitt að lesa þessar athugasemdir,“ sagði Kirby. Sleppur aldrei við að lesa þetta „Ég hef verið það lengi í boltanum að ég hef fengið minn skammt af svívirðingum og ég hef séð ýmislegt á samfélagsmiðlum. Þú venst því aldrei og sleppur heldur aldrei alveg við það að lesa þetta,“ sagði Kirby. „Ungir leikmenn sem eru að koma upp og fá aðfinnslur og athugasemdir sem þessar, þær gætu kannski hætt að borða á sama tíma og þær eru að keppa á hæsta stigi. Þú sérð þá frammistöðuna versna og þetta getur haft mikil áhrif á þær,“ sagði Kirby. „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að um leið og þú ert í formi til að stunda þína íþrótt á hæsta stigi og ert að standa þig vel þá ætti líkaminn þinn aldrei að vera í umræðunni,“ sagði Kirby. Hún segir líka að það sé ekkert eitt rétt svar við því hvernig eigi að taka á þessu því allir eru ólíkir en það sem er mikilvægast að allir fái og finni stuðning. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira