Leikmenn misstu meðvitund í flugvélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 07:31 Leikmenn Gambíu sést hér saman í flugvél eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum sambandsins. @TheGambiaFF Litlu munaði að illa færi þegar gambíska landsliðið var á leiðinni á Afríkumótið í knattspyrnu í gær. Eftir aðeins nokkrar mínútna flugferð var ljóst að eitthvað mikið var að og leikmenn liðsins í lífshættu. Flugvélinni var snúið til baka og lenti hún eftir aðeins tíu mínútna martraðarflug. Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn misstu meðvitund í fluginu þar sem súrefnisskortur var í flugvélinni og loftþrýstingurinn féll inn í vélinni. Afcon 2023: Gambia squad 'could have died' on flight to Ivory Coast https://t.co/jmKRc9nhrc— BBC News (World) (@BBCWorld) January 11, 2024 Tom Saintfiet, þjálfari Gambíu, segir að litlu hafi munað að mjög illa færi en liðið hans var þarna að ferðast í fimmtíu manna flugvél frá Banjul, höfuðborg Gambíu, til Fílabeinsstrandarinnar. Flugvélin var leiguflug frá flugfélagi Fílabeinsstrandarinnar en flugfélagið segir að verið sé að skoða hvað gerðist í vélinni. „Við vorum hreinlega að deyja í vélinni. Það var ekkert súrefni í vélinni, allir sofnuðu, misstu svolítið meðvitund og flugmaðurinn ákvað eftir að tíu mínútur að lenda til að bjarga lífi okkar. Það duttu engar súrefnisgrímur niður þegar loftþrýstingurinn féll. Ég er tilbúinn að deyja fyrir Gambíu en bara inn á fótboltavellinum ekki utan hans. Ég hélt um tíma að ég væri að deyja,“ sagði Tom Saintfiet við ESPN. "In Airplane, Running Out Of Oxygen": How Gambia's AFCON Flight Almost Turned Into A Disasterhttps://t.co/EKG8OyrUMl— NDTV Sports (@Sports_NDTV) January 12, 2024 Saidy Janko, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum. „Óásættanlegt. Eftir að hafa ferðast í 32 tíma í heildina frá æfingabúðunum í Sádí Arabíu með löngum stoppum í Istanbul og Casablanca þá áttum við að fljúga frá Gambíu til Fílabeinsstrandarinnar í dag til að keppa í Afríkukeppninni. Um leið og við stigum inn í litlu flugvélina sem átti að fljúga með okkur þá tókum við eftir miklum hita inn í vélinni en flugþjónarnir sögðu að loftkælingin færi í gang þegar við kæmust í lotið,“ skrifaði Saidy Janko. „Þessi mikli hiti ásamt súrefnisskorti sá til þess að margir voru með mikinn hausverk og rosalegan svima. Enn fremur fór fólk að missa meðvitund stuttu eftir að við fórum í loftið,“ lýsir Janko. Gambía er í riðli með Senegal, Kamerún og Gíneu. Fyrsti leikur liðsins er á móti Senegal eftir þrjá daga. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Afríkukeppnin í fótbolta Gambía Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira