„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2024 08:01 Aron, Janus og Björgvin að vonum sáttir með úrslitin í gærkvöldi. vísir/vilhelm Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. „Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
„Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira