„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2024 09:00 Einar Jónsson vill sjá leikmenn íslenska landsliðsins taka meiri ábyrgð. vísir/hulda margrét/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. Einar gerði leik Íslands og Ungverjalands upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Rúnari Kárasyni. Íslenska liðið tapaði leiknum, 25-33, og fer stigalaust í milliriðla á EM í Þýskalandi. Þetta var fyrsta tap Íslendinga undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra. „Ég held að Snorri eigi eftir að setja sín fingraför á þetta þegar fram líða stundir. Það er engin spurning. Ég treysti honum hundrað prósent til þess. Ég kalla eftir ábyrgð leikmanna,“ sagði Einar. Stefán Árni benti á að leikmenn íslenska liðsins hefðu bolað Guðmundi í burtu og varpaði þeim bolta til Einars. „Ég fékk heldur betur á baukinn þegar ég sagði þetta eftir síðasta stórmót,“ sagði Einar. „Mér fannst margt gagnrýnivert sem Guðmundur Guðmundsson gerði. En fannst hins vegar þáttur leikmannanna og hvernig þeir hegðuðu sér og voru í mótinu mjög gagnrýnivert. Eins og þú orðaðir þetta: Þeir boluðu Guðmundi Guðmundssyni í burtu og fengu sinn mann inn. Ég er ánægður með að Snorri sé kominn þarna inn en leikmennirnir verða líka að stíga upp og sýna að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það er smá ábyrgð á þeirra höndum líka.“ Einar segir að það sé ekki alltaf hægt að skella skuldinni á þjálfarann þótt hann sé á endanum ábyrgur fyrir gengi liðsins. „Þetta eru samt sextán einstaklingar og það verður hver og einn að líta í eigin barm. Þeir verða að líta í spegil og segja: Ég er ekki búinn að geta fokking rassgat og þarf að rífa mig upp,“ sagði Einar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Einar gerði leik Íslands og Ungverjalands upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Rúnari Kárasyni. Íslenska liðið tapaði leiknum, 25-33, og fer stigalaust í milliriðla á EM í Þýskalandi. Þetta var fyrsta tap Íslendinga undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra. „Ég held að Snorri eigi eftir að setja sín fingraför á þetta þegar fram líða stundir. Það er engin spurning. Ég treysti honum hundrað prósent til þess. Ég kalla eftir ábyrgð leikmanna,“ sagði Einar. Stefán Árni benti á að leikmenn íslenska liðsins hefðu bolað Guðmundi í burtu og varpaði þeim bolta til Einars. „Ég fékk heldur betur á baukinn þegar ég sagði þetta eftir síðasta stórmót,“ sagði Einar. „Mér fannst margt gagnrýnivert sem Guðmundur Guðmundsson gerði. En fannst hins vegar þáttur leikmannanna og hvernig þeir hegðuðu sér og voru í mótinu mjög gagnrýnivert. Eins og þú orðaðir þetta: Þeir boluðu Guðmundi Guðmundssyni í burtu og fengu sinn mann inn. Ég er ánægður með að Snorri sé kominn þarna inn en leikmennirnir verða líka að stíga upp og sýna að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það er smá ábyrgð á þeirra höndum líka.“ Einar segir að það sé ekki alltaf hægt að skella skuldinni á þjálfarann þótt hann sé á endanum ábyrgur fyrir gengi liðsins. „Þetta eru samt sextán einstaklingar og það verður hver og einn að líta í eigin barm. Þeir verða að líta í spegil og segja: Ég er ekki búinn að geta fokking rassgat og þarf að rífa mig upp,“ sagði Einar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43
„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01
Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01
„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita