Sigur Íslands á síðasta EM situr enn í Frökkum sem ætla að hefna sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 11:31 Íslenska liðið fagnaði sigrinum gegn Frökkum vel og innilega fyrir tveimur árum. Fagnaðarlætin fóru hins vegar öfugt ofan í Frakkana. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frækinn átta marka sigur gegn Frökkum í milliriðili á EM 2022 í Svíþjóð og Ungverjalandi. Liðin mætast nú aftur í milliriðli EM síðar í dag og ætla Frakkar að hefna fyrir ófarirnar. Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Í viðtali við Nedim Remili, leikmann franska landsliðsins, sem birtist á L'Equipe í morgun segir Remili að Frakkar vilji hefna sín á tapinu gegn Íslendingum á EM 2022. Remili tók reyndar ekki þátt í leiknum vegna meiðsla. „Klárlega viljum við hefna okkar, þó að mér líki ekkert sérstaklega við það orð því að á endanum komumst við í undanúrslit en ekki þeir,“ sagði Remili. Íslenska liðið lék á als oddi í leik liðanna á EM 2022 og vann að lokum átta marka sigur, 29-21. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok og virtust fagnaðarlætin fara í taugarnar á frönsku leikmönnunum. „Við erum reiðir,“ hélt Remili áfram og glotti. „Fyrir tveimur árum fögnuðu Íslendingar sigrinum fullmikið og það pirraði okkur. Þetta pirraði liðið.“ „Það hafa allir rétt á að fagna eins og þeir vilja, en þegar þetta er svona mikið lítur það pínu út eins og hálfgerð vanvirðing. Þegar þetta fer út í það þá getur það verið pirrandi. Þetta situr aðeins í mér, og okkur öllum. En það mikilvægasta er að við vinnum þennan leik,“ sagði Remili að lokum. Ísland og Frakkland mætast á EM í Þýskalandi síðar í dag og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Flautað verður til leiks klukkan 14:30, en upphitun fyrir leikinn hefst um það vil tveimur tímum fyrr.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita