Ármann sigruðu ÍA með yfirburðum Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 19:47 (f.v.) PolishWonder, Hundzi og Guddi áttu allir stórleik er þeir sigruðu ÍA. Ármann sigraði ÍA í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Nýir leikmenn ÍA eiga enn eftir að sigra leik. Liðin spiluðu á Anubis og sigruðu ÍA fyrstu lotu leiksins í vörninni. Sigurtilfinningin átti þó eftir að flýja þá fljótt, þar sem Ármann tóku leikinn jötnagripi og sigruðu allar loturnar sem eftir lifðu hálfleiks. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Ármanns og stigu þeir varla feilspor gegn veiku liði ÍA. Lítið mátti setja út á leik þeirra bláu, en ÍA virtust þó aldrei sigurstranglegir í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: ÍA 1-11 Ármann Skammbyssulota seinni hálfleiks fór eins og hún fyrri, en ÍA virtust hafa yfirhöndina þegar bæði lið höfðu skammbyssur. Önnur lota seinni hálfleiks fór til þeirra sömuleiðis og komu þeir stöðunni því í 3-11 áður en Ármann fundu loks sigurloturnar til að hrifsa sigur í viðureigninni. Lokatölur: ÍA 3-13 Ármann ÍA, sem er ekki skugginn af sjálfum sér eftir að öllum leikmönnum liðsins var skipt út, eru enn í áttunda sæti með 10 stig. Ármann halda sér áfram í umræðu um toppbaráttu með 18 stig og eru í þriðja sæti deildarinnar. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn
Liðin spiluðu á Anubis og sigruðu ÍA fyrstu lotu leiksins í vörninni. Sigurtilfinningin átti þó eftir að flýja þá fljótt, þar sem Ármann tóku leikinn jötnagripi og sigruðu allar loturnar sem eftir lifðu hálfleiks. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Ármanns og stigu þeir varla feilspor gegn veiku liði ÍA. Lítið mátti setja út á leik þeirra bláu, en ÍA virtust þó aldrei sigurstranglegir í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: ÍA 1-11 Ármann Skammbyssulota seinni hálfleiks fór eins og hún fyrri, en ÍA virtust hafa yfirhöndina þegar bæði lið höfðu skammbyssur. Önnur lota seinni hálfleiks fór til þeirra sömuleiðis og komu þeir stöðunni því í 3-11 áður en Ármann fundu loks sigurloturnar til að hrifsa sigur í viðureigninni. Lokatölur: ÍA 3-13 Ármann ÍA, sem er ekki skugginn af sjálfum sér eftir að öllum leikmönnum liðsins var skipt út, eru enn í áttunda sæti með 10 stig. Ármann halda sér áfram í umræðu um toppbaráttu með 18 stig og eru í þriðja sæti deildarinnar.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn