Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2024 00:14 Palestínsk móðir grætur með særða dóttur sína í fanginu. Ástandið versnar dag frá degi í Gasa, meira en 25 þúsund eru látin og fjórðungur íbúa býr við hungurmörk. AP/Mohammed Dahman Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna