Egyptaland áfram eftir mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 22:26 Egyptar eru komnir áfram. @EFA Egyptaland er komið áfram í útsláttarkeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir gríðarlega dramatík í lokaumferðinni. Egyptar, sem voru án Mohamed Salah, gerðu jafntefli í öllum þremur leikjum sínum. Þá eru gestgjafar Fílabeinsstrandarinnar einnig úr leik. Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Fílabeinsströndin hafði átt erfitt uppdráttar í A-riðli áður en hún tók á móti Miðbaugs-Gíneu í dag. Fór það svo að Miðbaugs-Gínea vann 4-0 stórsigur þökk sé tvennu frá Emilio Nsue ásamt einu marki frá Pablo Ganet og Jannick Buyla. Miðbaugs-Gínea vann þar með A-riðil með 7 stig á meðan Fílabeinsströndin sat eftir með 3 stig í þriðja sæti. It s an Emilio Nsue magical moment #TotalEnergiesAFCON2023 l @NzalangNacional pic.twitter.com/nHw9szCD6J— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Í hinum leik riðilsins vann Nígería 1-0 sigur á Gínea-Bissá. Sigurmarkið reyndist sjálfsmark á 36. mínútu leiksins. Nígería endaði í 2. sæti með 7 stig en lakari markatölu en topplið riðilsins. Í B-riðli var allt galopið þegar Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mættust annars vegar og Gana og Mósambík hins vegar. Mohamed Salah var fjarri góðu gamni eftir að hafa meiðst gegn Gana. Hann var þó í stúkunni en búist er við að hann fari til Liverpool í meðhöndlun og snúi svo aftur verði hann orðinn leikfær. Egyptaland gerði 2-2 jafntefli í hádramatískum leik þar sem tæplega stundarfjórðung var bætt við venjulegan leiktíma. Fyrri hálfleikur var þó heldur tíðindalítill en Gilson Tavares kom Grænhöfðaeyjum yfir rétt fyrir lok ans og Egyptar í vonum málum. Mahmoud Trézéguet jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þannig var staðan allt fram í uppbótartíma leiksins. Mostafa Mohamed skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en á níundu mínútu uppbótartímans jafnaði Bryan Silva Teixeira og lokatölur 2-2. Það kom þó ekki að sök þar sem Gana og Mósambík gerðu einnig 2-2 jafntefli í leik þar sem Jordan Ayew hafði komið Gana í 2-0. Hefðu Ganverjar haldið út hefðu þeir komist áfram en þar sem Mósambík jafnaði er Gana úr leik. FULL-TIME! An amazing Mozambique comeback as teams share points! #MOZGHA | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/LYEh8cczM8— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 22, 2024 Grænhöfðaeyjar vinna B-riðilinn sannfærandi með 7 stig. Þar á eftir kemur Egyptaland með 3 stig á meðan Gana og Mósambík eru bæði úr leik með 2 stig.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira