Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 16:06 Rúmlega þrjátíu sinnum fleiri smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra en árið 2022. EPA/HOTLI SIMANJUNTAK Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum. Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum.
Heilbrigðismál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira