Ótrúleg endurkoma kom Kamerún í 16-liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 19:09 Kamerún tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á dramatískan hátt. MB Media/Getty Images Senegal tryggði sér sigur í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta með 2-0 sigri gegn Gíneu í kvöld. Á sama tíma vann Kamerún dramatískan 3-2 sigur gegn Gambíu og tryggði sér áframhaldandi veru í keppninni. Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira