Tóku brúðkaupsmyndirnar í Melabúðinni: „Skemmtilegasta búðin á landinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:20 Ef vel er að gáð má sjá að myndin er í raun fjölskyldumynd. Aldís Pálsdóttir Þau Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson gengu nýlega í hjónaband. En í stað hinna hefðbundnu brúðkaupsmynda sem gjarnan eru teknar í náttúrunni eða í ljósmyndaveri í tilefni þess áfanga ákváðu þau að myndirnar yrðu teknar í Melabúðinni. Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“ Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“
Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira