Fékk formann flokksins í hundrað ára afmælisgjöf Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 13:37 Bjarni og Áslaug á tímamótadegi en Áslaug fæddist þann 24. janúar árið 1924. Bjarni Ben Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tók sér hlé frá önnum við að sinna utanríkismálunum og heimsótti hundrað ára afmælisbarn á hjúkrunarheimili í dag. Áslaug Sigurðardóttir Sigurz, íbúi á Grund við Hringbrautina í Vesturbæ Reykjavíkur, er 100 ára í dag. Hún fékk heimsókn úr efstu hillu Sjálfstæðismanna. „Ég skrapp í stutta heimsókn að Grund í Vesturbænum til að óska henni til hamingju og færði henni konfekt og kaffikönnu,“ segir Bjarni í færslu á Facebook. „Eftir stutta stund sagðist hún aðeins einu sinni hafa rætt við mig áður. Það var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég mundi í fyrstu ekki glögglega eftir því samtali enda mun það hafa verið árið 2010. En eftir að hún sagði mér hvað hún sagði við mig á fundinum mundi ég það eins og gerst hefði í gær og ávallt verið þakklátur fyrir þau hlýju orð.“ Bjarni náði endurkjöri sem formaður flokksins árið 2010 eftir baráttu við Pétur heitinn Blöndal. „Áslaug hefur alla ævi haft mikinn áhuga á sögu. Þótt minnið væri aðeins farið að gefa sig sagði hún það hafa verið mjög sterkt í gegnum tíðina. „Manstu hvenær Jón Arason var hálshöggvinn, Bjarni?“ Meðan ég hugsaði mig um sagði hún: „7. nóvember 1550“. Svo kom næsta spurning: ,,Manstu hvenær Tyrkjaránið var, Bjarni? Það var 1627.“,“ segir Bjarni og óskar Áslaugu og fjölskyldu til hamingju með daginn. „Megi hún lengi lifa enn.“ Fylgjendur Bjarna á Facebook hrósa honum margir hverjir í hástert fyrir að gleyma ekki gamla fólkinu. Bjarni hefur staðið í ströngu undanfarna daga í umræðu um hælisleitendur þar sem hann hefur varað við þeim fjölda sem sækja um hæli hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi þó frumvörp í vinnslu sem eigi að bæta úr hvað það varði. Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Reykjavík Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Áslaug Sigurðardóttir Sigurz, íbúi á Grund við Hringbrautina í Vesturbæ Reykjavíkur, er 100 ára í dag. Hún fékk heimsókn úr efstu hillu Sjálfstæðismanna. „Ég skrapp í stutta heimsókn að Grund í Vesturbænum til að óska henni til hamingju og færði henni konfekt og kaffikönnu,“ segir Bjarni í færslu á Facebook. „Eftir stutta stund sagðist hún aðeins einu sinni hafa rætt við mig áður. Það var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég mundi í fyrstu ekki glögglega eftir því samtali enda mun það hafa verið árið 2010. En eftir að hún sagði mér hvað hún sagði við mig á fundinum mundi ég það eins og gerst hefði í gær og ávallt verið þakklátur fyrir þau hlýju orð.“ Bjarni náði endurkjöri sem formaður flokksins árið 2010 eftir baráttu við Pétur heitinn Blöndal. „Áslaug hefur alla ævi haft mikinn áhuga á sögu. Þótt minnið væri aðeins farið að gefa sig sagði hún það hafa verið mjög sterkt í gegnum tíðina. „Manstu hvenær Jón Arason var hálshöggvinn, Bjarni?“ Meðan ég hugsaði mig um sagði hún: „7. nóvember 1550“. Svo kom næsta spurning: ,,Manstu hvenær Tyrkjaránið var, Bjarni? Það var 1627.“,“ segir Bjarni og óskar Áslaugu og fjölskyldu til hamingju með daginn. „Megi hún lengi lifa enn.“ Fylgjendur Bjarna á Facebook hrósa honum margir hverjir í hástert fyrir að gleyma ekki gamla fólkinu. Bjarni hefur staðið í ströngu undanfarna daga í umræðu um hælisleitendur þar sem hann hefur varað við þeim fjölda sem sækja um hæli hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi þó frumvörp í vinnslu sem eigi að bæta úr hvað það varði.
Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Reykjavík Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira