Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska forystu Ólafur Stephensen skrifar 25. janúar 2024 17:00 Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun