EHF heldur áfram að koma á óvart: Bjarki líka tilnefndur í lið mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:01 Bjarki Már Elísson skoraði 21 mark fyrir íslenska liðið á mótinu en 38 prósent þeirra í einum leik. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var einn af sex bestu vinstri hornamönnum Evrópumótsins í handbolta en hann er tilnefndur í úrvalsliðið af EHF, evrópska handboltasambandinu. Evrópska sambandið eyddi gærdeginum í að tilkynna tilnefningar sínar á miðlum sínum og undir lokin komu fréttirnar af þeim sem þóttu standa sig best í vinstra horni. Bjarki mun berjast um sæti í úrvalsliði mótsins við Sebastian Frimmel frá Austurríki, Emil Jakobsen frá Danmörku, Rutger ten Velde frá Hollandi. Alexandre Blonz frá Noregi og Hampus Wanne frá Svíþjóð. Bjarki fékk á sig talsverða gagnrýni á mótinu ekki síst fyrir lokaleikinn á móti Austurríki þar sem hann var mjög slakur. Líkt og það að Ómar Ingi Magnússon sé tilnefndur sem besta hægri skytta mótsins þá kemur þetta val á Bjarka líka furðulega fyrir sjónir. Bjarki átti vissulega einn mjög góðan leik í sigrinum á Króatíu (8 mörk úr 11 skotum) en hann var aðeins með 2,2 mörk í leik og 52 prósent skotnýtingu í hinum sex leikjunum. Hjá Bjarka koma því miður saman tvö af stærstu vandamálum íslenska liðsins í mótinu, að nýta dauðafæri og nýta vítaskot. Bjarki nýtti aðeins 50% víta sinna og aðeins 9 af 20 skotum sínum úr vinstra horninu. 8 af 21 marki hans komu úr hraðaupphlaupum. Á eðlilegu móti fékk Bjarki allt upp í hendurnar til að spila sig inn í myndina sem einn af bestu vinstri hornamönnum mótsins en þessi frammistaða nægði honum til að komast í hóp þeirra bestu. Það kemur vissulega á óvart. Enginn annar leikmaður íslenska liðsins, aðrir en Ómar Ingi eða Bjarki, var tilnefndur í úrvalsliðið. View this post on Instagram A post shared by EHF EURO (@ehfeuro) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Evrópska sambandið eyddi gærdeginum í að tilkynna tilnefningar sínar á miðlum sínum og undir lokin komu fréttirnar af þeim sem þóttu standa sig best í vinstra horni. Bjarki mun berjast um sæti í úrvalsliði mótsins við Sebastian Frimmel frá Austurríki, Emil Jakobsen frá Danmörku, Rutger ten Velde frá Hollandi. Alexandre Blonz frá Noregi og Hampus Wanne frá Svíþjóð. Bjarki fékk á sig talsverða gagnrýni á mótinu ekki síst fyrir lokaleikinn á móti Austurríki þar sem hann var mjög slakur. Líkt og það að Ómar Ingi Magnússon sé tilnefndur sem besta hægri skytta mótsins þá kemur þetta val á Bjarka líka furðulega fyrir sjónir. Bjarki átti vissulega einn mjög góðan leik í sigrinum á Króatíu (8 mörk úr 11 skotum) en hann var aðeins með 2,2 mörk í leik og 52 prósent skotnýtingu í hinum sex leikjunum. Hjá Bjarka koma því miður saman tvö af stærstu vandamálum íslenska liðsins í mótinu, að nýta dauðafæri og nýta vítaskot. Bjarki nýtti aðeins 50% víta sinna og aðeins 9 af 20 skotum sínum úr vinstra horninu. 8 af 21 marki hans komu úr hraðaupphlaupum. Á eðlilegu móti fékk Bjarki allt upp í hendurnar til að spila sig inn í myndina sem einn af bestu vinstri hornamönnum mótsins en þessi frammistaða nægði honum til að komast í hóp þeirra bestu. Það kemur vissulega á óvart. Enginn annar leikmaður íslenska liðsins, aðrir en Ómar Ingi eða Bjarki, var tilnefndur í úrvalsliðið. View this post on Instagram A post shared by EHF EURO (@ehfeuro)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita